EGILSHÖLL

Fossaleynir 1

112 Reykjavík

OPNUNARTÍMI

Mán - Mið
-
Fim - Lau
-
Sunnudagur
-

RAFÍÞRÓTTIR

Next Lexel Gaming í samstarfi með Fjölnir og Dusty býður börnum upp á skemmtilega og fræðandi leikjaupplifun í rafíþróttum. Námskeiðin okkar fara fram á haustönn, vorönn og á sumrin.

Sumarönn

Sumarnámskeið í rafíþróttum eru námskeið sem starfrækt eru yfir sumartímann og eru hugsuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref rafíþróttum. Námskeiðin fara fram í húsnæði Next Level Gaming í Egilshöll. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi æfir með öðru félagi eða ekki. Grunnatriði í rafíþróttum eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi. 


Við teljum mikilvægt að börn fari út úr sínu herbergi, hitti jafnaldra með sömu áhugamál og spila tölvuleiki í heilbrigðu umhverfi undir stjórn þjálfara. Þannig læra þau jákvæð samskipti, spila í hóp, fá fræðslu og hafi stjórn á spilatíma.


Verð fyrir sumarnámskeið í rafíþróttum 2024 er 20.590 kr. fyrir 5 daga námskeið og 4 daga 16.500 kr. Veittur er 5% systkinaafsláttur (5% af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina).


Fyrra námskeið er kl. 09:00 til 12:00 og seinna námskeið er frá 13:00 til 16:00.


Dagsetningar

Sumarnámskeiðin 2024 fara fram fyrir og eftir hádegi eftirfarandi vikur:



Námskeið 1

24. – 28. júní


Námskeið 2

1. – 5. júlí


Námskeið 3

8. – 12. júlí


Námskeið 4

15. – 19. júlí


Námskeið 5

22. – 26. júlí



Námskeið 6

29. júlí – 2. ágúst 


Námskeið 7

6. – 9. ágúst


Námskeið 8

12. – 16. ágúst


Námskeið 9

19. – 23. ágúst

5 daga rafíþróttakennsla

Pizzaveisla á lokadegi

Prufuvika á vetraræfingar hjá Fjölnir

2 frímiðar í spil hjá Next Level Gaming

Diplóma í lok námskeiðs

Innifalið er:

Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd í þægilegum fatnaði og hafa með fatnað fyrir útiveru. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk. Iðkendur mega koma með sinn eiginn búnað lyklaborð, mús eða heyrnatól en hinsvegar er allur búnaður til staðar.

Vorönn

Önnin okkar hefst mánudaginn 13.janúar og eru nokkrar hópar í boði, aldurinn er frá 7-16 ára.


Í rafíþróttum hjá okkur er áhersla lögð á að efla félagsleg tengsl, vinna saman í hópum, heilbrigðir spilahættir og fræðsla. Við kennum börnum að nálgast tölvuleiki og rafíþróttir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.


Æfingar eru 90 mín og hægt er velja um að vera einu sinni í viku eða tvisar.



Hópar

Hópur 1 - Blandaðir leikir*

7 - 12 ára

Mán. og mið. kl. 14:30 - 16

*Roblox, Minecraft, Fall Guys, Among Us, Sims


Hópur 2 - Fortnite

10 - 15 ára

Þrið. og fimmt. kl. 14:30 - 16

Þr

Hópur 3 - FPS*

12 - 16 ára

Mán. og mið. kl. 16 - 17:30

*Valorant, Overwatch, CS2, Marvel Rivals

Hópur 4 - Rocket League

7 - 14 ára

Þrið. og fimmt. kl. 16 - 17:30


Hópur 5 - Fornite 50%

10 - 15 ára

Þrið. kl. 14:30 - 16


Hópur 6 - Blandaðir leikir*

7 - 12 ára

Mán. kl. 14:30 - 16

*Roblox, Minecraft, Fall Guys, Among Us, Sims

Fræðsla og almennt spjall

Æfingarnar okkar hefjast á samveru þar sem við spjöllum saman og fræðumst um rafíþróttir og ýmis önnur málefni sem við teljum mikilvægt. Eins og td. Mikilvægi góðs svefns og hvernig við getum lært af mistökum til þess að verða ennþá betri spilarar.


Hreyfing og upplifun

Byrjað er að hita upp með teygjum og æfingum áður en farið er í tölvuna. Einnig förum við í ýmsa leiki.


Spil með markmið og bætingum

Spilað er eftir markvissum æfingum og bætingum í huga. 

Æfing í rafíþróttum lítur svona út

Share by: